Skáksveit Hörðuvallaskóla varð fyrr í dag Norðurlandameistari grunnskólasveita! Fyrir lokaumferðina hafði sveitin eins vinnings forskot á dönsku sveitina en þessar sveitir mættust í lokaumferðinni. Hörðuvellingar unnu 3-1 og þar með Norðurlandameistaratitilinn þeirra! Sveitin hlaut 17½ vinninga af 20 mögulegum sem er glæsilegur árangur. Mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. Liðsmenn sveitarinnar eru allir iðkendur í Skákdeild Breiðabliks.

Sveit Norðurlandmeistara Hörðuvallaskóla skipuðu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson 3½ af 4
  2. Stephan Briem 3½ af 4
  3. Arnar Heiðarsson 4 v. af 4
  4. Sverrir Hákonarson 4 v. af 5
  5. Benedikt Briem 2½ af 3
  6. Óskar Hákonarson – tefldi ekkert

Liðsstjóri var Gunnar Finnsson.

Sveit Álfhólsskóla tefldi í flokki barnaskólasveita og lenti í fjórða sæti. Ísak Orri Karlsson úr Skákdeild Breiðabliks tefldi þar á öðru borði.

Nánar á: http://chess-results.com/tnr373044.aspx?lan=1&art=0   og https://skak.is/2018/09/09/horduvallaskoli-nordurlandameistarar-grunnskolasveita/