Entries by

Breiðablik áttundu á Norðurlandamóti skákfélaga

Norðurlandamót skákfélaga í netskák fór fram um páskana og tóku 67 sex manna sveitir frá öllum Norðurlöndunum þátt. Breiðablik sendi tvær sveitir til leiks. Eina sveit sem var skipuð okkar sterkustu skákmönnum sem eru þrír ungir og efnilegir skákmenn fæddir 2003 ásamt fjórum eldri og reyndari. Hin sveitin var skipuð skák-krökkum á grunnskólaaldri, góð blanda […]

Dagur Ragnarsson sigurvegari Skákhátíðar MótX 2020

Jón Þorvaldsson, Dagur Ragnarsson og feðgarnir Viggó Hilmarsson og Hilmar Viggósson frá MótX Lokaskákirnar á  Skákhátíð MótX voru tefldar á mánudagskvöldið 24.febrúar. Þetta voru fjórar skákir sem af sérstökum ástæðum hafði annað hvort verið frestað eða þær tefldar fyrir umferðina – skákir á efstu fjórum borðunum sem réðu því úrslitum mótsins. Kvöldið hófst með því […]

Blikar sigursælir í skákinni

Íslandsmót ungmenna í skák fór fram um helgina. Okkar iðkendur skiluðu fimm titlum af níu í Kópavoginn. Keppt var í fimm aldursflokkum og krýndir níu Íslandsmeistarar – efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm (nema U16 stúlkur þar sem engin tók þátt). Mótinu var skipt í tvennt þannig að eldri flokkarnir (U16,U14 og […]

Hörðuvallaskóli Norðurlandameistari í skák

Sveit Hörðuvallaskóla, en liðsmenn hennar eru allir iðkendur hjá Skákdeild Breiðabliks, urðu í dag Norðurlandameistarar grunnskólasveita í skák í Stokkhólmi í Svíþjóð. Yfirburðirnir voru algerir yfir frændum okkar. Allar fimm viðureignirnar unnust með miklum mun og í rauninni leyfðu okkar menn einungis tvenn jafntefli, en unnu átján skákir. Núna er kjarninn í þessari sigursælu sveit […]

Vignir Vatnar með áfanga að alþjóðlegum titli

Vignir Vatnar Stefánsson (t.v. á myndinni) vann alþjóðlega “Glorney Gilbert” skákmótið í Dublin á Írlandi sem lauk í dag með 7 vinningum af 9 mögulegum. Hann vann einnig sinn fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, en þrjá slíka þarf til að hljóta nafnbótina. Breiðablik óskar hinum sextán ára gamla skákmeistara til hamingju með þennan glæsilega árangur […]

Góður árangur á Landsmótinu í skólaskák

Landsmótið í skólaskák fór fram um helgina í húsnæði Skákskóla Íslands. Blikarnir og skólafélagarnir úr Hörðuvallaskóla Vignir Vatnar Stefánsson (2291) og Benedikt Briem (1811) komu sáu og sigruðu. Vignir Vatnar í eldri flokki (8.-10. bekk) og Benedikt í þeim yngri (1.-7. bekk). Eldri flokkur Vignir Vatnar hlaut 6 vinninga í 7 skákum. Vignir lét ekki […]

Ný kynslóð stjórnenda í Skákdeildinni

Ný stjórn og ný kynslóð stjórnenda tók við á góðum aðalfundi Skákdeildar Breiðabliks í kvöld. Metfjöldi var á fundinum og einnig metlengd fundartíma ! Kristófer Gautason er nýr formaður Skákdeildar Breiðabliks, aðrir í stjórn eru Birkir Karl Sigurðsson, Halldór Grétar Einarsson, Agnar Tómas Möller, Heiðar Ásberg Atlason, Kristín Jónsdóttir og Hallmundur Albertsson.

Aðalfundur Skákdeildar Breiðabliks 2019

Aðalfundur Skákdeildar Breiðabliks 2019 verður haldinn fimmtudagskvöldið 4.apríl n.k. kl 20:00 í Glersalnum í stúkunni við Kópavogsvöll. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál Allir félagar Skákdeildarinnar sem eru […]

Glæsilegri skákhátíð MótX 2019 lokið

Hjörvar Steinn Grétarsson fór með sigur af hólmi í aðal mótinu. Gauti Páll Jónsson vann B-flokkinn og Guðmundur Kjartansson bar sigur úr býtum í hraðskákinni. Skákhátíð MótX lauk á þriðjudaginn síðasta með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu í Björtuloftum Breiðabliksstúku. Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum og þeir voru margir sem fóru heim með vegleg verðlaun í […]

Stephan Briem Norðurlandameistari í skák í flokki 16-17 ára

Norðurlandamótinu í skólaskák lauk í gær í Hótel Borgarnesi. Keppt var í fimm aldursflokkum og voru tveir keppendur frá hverju sex Norðurlandanna í hverjum flokk. Stephan Briem Skákdeild Breiðabliks vann sigur í B-flokki (16-17 ára) eftir afar spennandi lokaumferð. Vignir Vatnar Stefánsson Skákdeild Breiðabliks varð jafn honum í efsta sæti en gullið varð Stephans og silfrið Vignis eftir stigaútreikning. […]