Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Ásmundur Arnarsson, verið ráðinn sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni. Ásmundur kom til starfa hjá Breiðabliki fyrir ári síðan sem þjálfari 2. Og 3. flokks kvenna hjá Breiðabliki og meistaraflokki kvenna hjá Augnabliki. Ásmundur náði frábærum árangri og fór til dæmis Augnablik upp í Inkasso deild kvenna. Árangur 2. og 3. flokks var líka mjög góður. 2. flokkur varð Íslandsmeistari og fór í undanúrslit í bikar. 3. flokkur varð Bikarmeistari og lenti í öðru sæti í A deild Íslandsmótsins og fór í undanúrslit í Íslandsmótinu. Það er mikil eftirsjá að Ásmundi úr þjálfarahópi félagsins, ef til vill liggja leiðir hans og Breiðabliks saman síðar. Við óskum honum góðs gengis í sínu nýja starfi og þökkum honum kærlega fyrir sitt frábæra starf fyrir okkur.