Þriðjudaginn 23. október mun Kírópraktorstofa Íslands halda fyrirlestur um stoðkerfið í Smáranum. Fyrirlesturinn hefst kl 19:30 og fer fram í veitingasal Smárans (2.hæð).
Kírópraktor skoðar, greinir og meðhöndlar stoðkerfisvandamál tengd hryggjasúlu líkamans. Farið verður yfir greiningar og úrræði til að fyrirbyggja meiðsli, hvernig kírópraktor greinir vaxtarverki og hvað meiðsli eru, svo eitthvað sé nefnt.
Fyrirlesturinn er opinn iðkendum, þjálfurum, foreldrum og forráðamönnum. Breiðablik hvetur alla til þess að mæta á þennan áhugaverða fyrirlestur