Vignir Vatnar Stefánsson úr Skákdeild Breiðabliks hefur farið mikinn á tveim sterkustu innanlandsmótum haustsins. Hann byrjaði á því að sigra á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og lék síðan sama leikinn á Meistaramóti Hugins. Fleiri Blikar stóðu sig vel á þessum mótum, Stephan Briem varð annar í B-flokki í Haustmótinu og Arnar Milutin Heiðarsson var einnig í öðru sæti í C-flokki sama móts.

Nánar í fréttum á skák.is:

Haustmót TR

Meistaramót Hugins