Jólapakkaskákmót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks verður haldið sunnudaginn 16. desember næstkomandi í Álfhólsskóla (Hjallaskóli Álfhólsvegi 120). Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið. Mótið er ætlað börnum og unglingum og fer nú fram í 21. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári og hefur alltaf verið eitt fjölmennasta skákmót ársins.

Keppt verður í allt að 6 flokkum:
– Flokki fæddra 2003-2005
– Flokki fæddra 2006-2007
– Flokki fæddra 2008-2009
– Flokki fæddra 2010-2011
– Flokki fæddra 2012 síðar
– Peðaskák fyrir þau yngstu

Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bæði drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Með von um að sjá sem flesta á einu fjölmennasta og skemmtilegasta skákmóti ársins!

Skráning hérna

 

Skákdeild Breiðabliks og Huginn efla samstarf sitt

Skákdeild Breiðabliks og Skákfélagið Huginn hafa átt farsælt samstarf um MótX skákhátíðina (Gestamótið) og hafa nú ákveðið að stórauka samstarfið með sameiginlegu unglinga- og innanfélagsstarfi.

Barna- og unglingaæfingar verða sameinaðar við Kópavogsvöll og umfang þjálfunar yngstu iðkenda (um 10 ára og yngri) aukið með hugmyndum um fleiri æfingastaði í nærumhverfi þeirra. Einnig verður áframhaldandi stuðningur við skákkennslu í skólum á höfuðborgarsvæðinu.