Norðurlandamótinu í skólaskák lauk í gær í Hótel Borgarnesi. Keppt var í fimm aldursflokkum og voru tveir keppendur frá hverju sex Norðurlandanna í hverjum flokk.
Stephan Briem Skákdeild Breiðabliks vann sigur í B-flokki (16-17 ára) eftir afar spennandi lokaumferð. Vignir Vatnar Stefánsson Skákdeild Breiðabliks varð jafn honum í efsta sæti en gullið varð Stephans og silfrið Vignis eftir stigaútreikning.
Spennan var magnþrungin í B-flokki fyrir lokaumferðina. Þrír keppendur efstir og jafnir. Stephan Briem og Vignir Vatnar Stefánsson og Svíinn Ludvig Carlsson. Stephan tefldi við Carlsson og Vignir við Færeyinginn Leif Reinert Fjallhem. Vignir vann og leiddu útreikningar sérfræðinga það í ljós að Carlsson og Stephan myndu báðir vinna Vigni eftir stigaútreikning. Hann varð því að vonast eftir jafntefli. Lengi leit út fyrir að Svíinn myndi vinna skákina og um leið mótið. Stephan tefldi skákina af mikilli útsjónarmiði og var skyndilega kominn með mikla jafnteflismöguleika sem hefði þýtt sigur Vignis á mótinu. Stephan sneri hins vegar á Svíann í hróksendataflinu og því Norðurlandameistaratitillinn hans!
Félagarnir úr Hörðuvallaskóla hlutu báðir 4½ vinning. Glæilegur árangur hjá Stephani. Hann hækkar um 111 skákstig fyrir frammistöðu sína!
- Stephan Briem Íslandi 4,5 vinninga
- Vignir Vatnar Stefánsson Íslandi 4,5 vinninga
- Hamus Sörensen Svíþjóð 4 vinninga
Jón Kristinn Þorgeirsson Skákfélagi Akureyrar vann sannfærandi sigur í A-flokki (18-20 ára).
Af tíu keppendum Íslands þá komu fimm frá Skákdeild Breiðabliks. Auk Stephans og Vignis Vatnars (sem eru vel að merkja báðir á yngra ári) þá voru það Benedikt Briem og Gunnar Erik Guðmundsson sem kepptu í D-flokki (12-13 ára), þeir lentu í 7. og 9.sæti. Og Tómas Möller sem keppti í E-flokki (11 ára og yngri) og lenti í 8.sæti.
Lokastaðan á Chess-Results
Nánar í frétt á skák.is: https://skak.is/2019/02/18/jokko-og-stephan-nordurlandameistarar-i-skolaskak/