Aðalfundur Breiðabliks verður haldinn fimmtudaginn 2. maí n.k. kl. 17:30 í veitingasal félagsins í Smáranum.
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfanefndar
2. Formaður leggur fram skýrslu aðalstjórnar
3. Kjörbréfanefnd skilar áliti sínu
4. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar
5. Kosning um lagabreytingar
6. Kosning formanns
7. Kosning sex stjórnarmanna
8. Kosning löggilts endurskoðanda
9. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
10. Umræður og önnur mál

Tillögur að lagabreytingum munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund.

Samkvæmt 5. gr. laga Breiðabliks eiga allir félagar rétt til að bjóða sig fram til setu í aðalstjórn að undanskildum stjórnarmönnum deilda félagsins og starfsmönnum félagsins. Skriflegu framboði skal skila til framkvæmdarstjóra félagsins að lágmarki viku fyrir boðaðan aðalfund