Sveit Hörðuvallaskóla, en liðsmenn hennar eru allir iðkendur hjá Skákdeild Breiðabliks, urðu í dag Norðurlandameistarar grunnskólasveita í skák í Stokkhólmi í Svíþjóð. Yfirburðirnir voru algerir yfir frændum okkar. Allar fimm viðureignirnar unnust með miklum mun og í rauninni leyfðu okkar menn einungis tvenn jafntefli, en unnu átján skákir. Núna er kjarninn í þessari sigursælu sveit komnir í framhaldsskóla, þannig að núna verður pláss fyrir aðra til að feta í fótspor þeirra. En ekki er ólíklegt að það verði einhver skólasveit úr Kópavogi því efniviðurinn er nægur.  Til að mynda úr sama skóla, en barnaskólasveit (1.-7.bekkur) Hörðuvallaskóla tók bronsið í Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fram fór á sama stað og tíma.

Grunnskólasveit: Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem, Arnar Milutin Heiðarsson, Sverrir Hákonarson og Óskar Hákonarson.

Barnaskólasveit: Benedikt Briem, Guðrún Fanney Briem, Hilmar Óli Viggósson, Grétar Jóhann Jóhannsson, Snorri Sveinn Lund og Guðmundur Reynir Róbertsson.

Liðsstjóri var Gunnar Finnson.

Nánar á skák.is: https://skak.is/2019/09/08/horduvallaskoli-nordurlandameistari-i-eldri-flokki-brons-i-yngri-flokki/