Í gær fimmtudag héldu 18 drengir fæddir árið 2006 út til Madrídar til þess að taka þátt í sterku alþjóðlegu boðsmóti. Liðin eru 32 talsins og hefja leik í átta fjögurra liða riðlum. Spilað verður 2x20mín og fara allir þrír leikir Blika í riðlakeppninni fram föstudaginn, 13. september. Þar mæta þeir FC Barcelona, Vegalta Sendai frá Japan og Crossfire Premier frá Bandaríkjunum.

Hægt verður að fylgjast með framvindu mótsins á þessari síðu http://www.madridfootballcupboys.com/groups-2019/