Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti um helgina í Heimbikarkeppninni í þríþraut (sprettþraut) sem fór fram í Tongyeong í Suður-Kóreu. 60 konur voru á ráslínunni kl 0:30 síðustu nótt og stungu sér saman í vatnið. Guðlaugu gekk mjög vel að eiga við hinar keppendurna í vatninu og hún kom númer 24 inn á skiptisvæðið og náði í fyrsta hóp á hjólinu sem var nokkuð stór. Guðlaug var mjög virk í þessum hópi og sást oft fremst ásamt t.d. Nicola Spirig frá Sviss. Þetta er ákveðin taktík þegar hópurinn er svona stór því það er meiri áhætta að lenda í samstuði eða árekstri ef maður ef aftarlega í svona hópi en á móti þá kostar þetta meiri orku. Guðlaug átti samt nokkuð gott hlaup og endaði í 29. sæti sem er mjög góður árangur í þessari sterku keppni. Hún röðuð númer 39 á ráslínunni þannig að hún vann sig upp um 10 sæti og nælir sér í nokkur stig á úrtakslistann fyrir Ólympíuleikana á næsta ári en keppnin um pláss þar er mjög hörð um þessar mundir. Heildartími hennar 59 mínútur og 3 sek. Sigurvegari varð Sandra Dodet frá Frakklandi tæpum 2 mínútum á undan en hún er 4. sterkasta þríþrautarkona Evrópu. Næsta keppni Guðlaugar er í Miyazaki í Japan um næstu helgi en það er ólympísk þraut í heimsbikarnum.