Entries by Hákon Hrafn Sigurðsson

Besti árangur sunddeildar á Bikarkeppni SSÍ

Bikarkeppni SSÍ fór fram um þarsíðustu helgi í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Hvert félag sendir 2 sundmenn í hverja grein og hver sundmaður má aðeins synda 3 einstaklingsgreinar. Því skiptir máli að hafa góða breidd og velja ekki endilega sundmenn í sínar bestu greinar heldur hugsa um heildarstigasöfnun. Sunddeild Breiðabliks varð í 2. sæti í karladeildinni […]

Frábær árangur hjá Ingvari á Heimsmeistaramótinu í maraþonfjallahjólreiðum

Ingvar Ómarsson keppti um helgina á heimsmeistaramótinu í maraþon fjallafhjólreiðum sem fram fór í Svissnesku Ölpunum. Brautin var 95km löng og lá í töluverði hæð yfir sjávarmáli auk þess sem klifrið í keppninni var um 4000m. Ingvar endaði í sæti númer 87 af 188 sem hófu leik (157 sem kláruðu). Ingvari var raðað númer 175 […]

Góður árangur í sumar hjá hjólreiðadeild

Það er búið að ganga mjög vel hjá hjólreiðadeild Breiðabliks í sumar. Æfingar í vor og sumar voru mjög vel sóttar enda er þetta sennilega eitt besta hjólasumar sem hefur komið í borg bleytunnar í mörg ár. Barnanámskeiðin og unglingafjallahjólaæfingarnar gengu líka mjög vel í sumar hjá deildinni. Núna eru skipulagðar æfingar í sumarfríi (ekki þjálfarar […]

Íslandsmeistarmótið í 50m laug

Íslandsmeistaramótið í sundi Í 50 metra laug fór fram um síðustu helgi. Mótið var mjög sterkt að þessu sinni en allt okkar besta sundfólk sem æfir og keppir erlendis kom heim til að taka þátt í mótinu. Mótið fór þannig fram að undanrásir voru syntar um morgun og svo var gert hlé um hádegi og […]

Norðurlandamótið (NM25) í sundi

Norðurlandamótið í sundi fór fram um helgina (7.-9. des) í Oulu í Finnlandi. Ísland átti fjölmennan hóp en 31 keppandi náði lágmörkum og sunddeild Breiðabliks átti 6 sundmenn á mótinu. Tveir þjálfarar fóru með hópnum, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir frá Breiðablik og Steindór Gunnarsson frá ÍRB. Fararstjórar voru Hilmar Örn Jónasson og Anna Gunnlaugsdóttir, bæði frá […]

Hjólreiðafólks Breiðabliks

Hjólreiðadeild Breiðabliks hélt gott partý í gærkvöldi til að fagna árangri ársins og nýju og hressu fólki sem kom til liðs við deildina í haust. Breiðablik eignaðist 3 nýja Íslandsmeistara á árinu sem unnu samtals 6 Íslandsmeistaratitla á 5 Íslandsmótum (kk og kvk). Það eru Rannveig Guicharnaud og Rúnar Örn Ágústsson sem urðu Íslandsmeistarar í […]

Íslandsmeistaratitlar til Breiðabliks í sundi

Íslandsmeistaramótið í 25m laug (ÍM25) fór fram í Ásvallalaug dagana 9. -11. nóvember. Undanrásir voru syntar á morgnana og úrslit hófust svo kl 16:30 alla þrjá dagana. Sunddeild Breiðabliks sendi ungt og öflugt lið til leiks og átti félagið alltaf 10-11 sundmenn í úrslitum alla dagana þar sem 8 bestu úr undanrásum syntu. Samtals vann […]

Þríþraut fyrir unglinga

Þríþrautardeild Breiðabliks stefnir að því að vera með þríþrautaræfingar fyrir unglinga í vetur. Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga eða ert með fyrirspurn. Gott fyrir þau sem eru að detta úr einhverri íþróttagrein og vilja prófa eitthvað annað. Æfingarnar verða að að mestu inni og ekki þarf að eiga hjól til að taka þátt.

Fjallahjólreiðar

Á morgun keppir Ingvar Ómarsson, hjólreiðamaður úr Breiðablik, á heimsmeistaramótinu í olympískum fjallahjólreiðum. Keppnin fer fram í Lenzerheide í Sviss og brautin er afar krefjandi. Hægt verður að fylgjast með keppninni kl 15:30 á morgun (laugardag 8. sept) á sjónvarpsrás UCI (Alþjóða hjólreiðasambandið) – https://www.youtube.com/user/ucichannel

Bliki á Evrópumeistaramótinu í fjallahjólreiðum

Ingvar Ómarsson mun keppa á morgun á Evrópumeistaramótinu í ólympískum fjallahjólreiðum sem fram fer í Glasgow (og er hluti af Evrópuleikunum sem eru í gangi núna). Í stuttu viðtali við fréttaritara Blikafrétta sagði hann að brautin væri að koma koma vel út í æfingum og hentaði honum vel og einnig veðrið er fínt fyrir Íslendinginn. […]