Helga gekk úr Barna- og unglingaráði eftir síðasta Símamót eftir mörg ár í starfi ráðsins, svo mörg að ákveðnum vandkvæðum reyndist að rekja það til fyrsta dags.
Helga var ein af þeim hóp sem byrjaði með 5. flokks mótið í janúar sem þá hét Landsbankamótið og hefur nú kyrfilega fest sig í sessi sem mikilvægt mót fyrir þennan árgang.
Helga hefur unnið með Barna- og unglingaráði af mikilli einurð í margvíslegum verkefnum, fjáröflunum og uppákomum og hefur sömuleiðis verið mikilvægur hlekkur í mótsstjórn Símamótsins undanfarin ár.
Helga er auðvitað einstök manneskja og hefur gefið mikið af sér í þágu félagsins. Það verður áskorun fyrir Barna- og unglingaráð að finna annað eins eintak eins og hana, jafn hugmyndaríka og kraftmikla með mikla útgeislun sem á einstaklega auðvelt með að taka fólk með sér í verkefni af öllum stærðargráðum.
Helga Jóndóttir er sannur Silfurbliki.