Jólaæfingar Knattspyrnudeildar í Fífunni milli jóla og nýárs

Dagana 28.-30. desember mun knattspyrnudeild Breiðabliks bjóða upp á jólaæfingar í námskeiðsformi fyrir iðkendur sína.

Æfingarnar eru fyrir 8.-3. flokk karla og kvenna og eru án endurgjalds.

Til viðbótar við flokkaþjálfarana þá munu bæði þjálfarar og leikmenn meistaraflokkanna kenna á æfingunum.

Þemað verður 1vs1 með áherslu á varnarleik, sóknarleik og gabbhreyfingar.

Hver flokkur mun æfa sér í Fífunni með hliðsjón af sóttvarnarráðleggingum Almannavarna og verða tímasetningar allra æfinganna auglýstar á Sportabler.

2.flokkur mun einnig æfa milli jóla og nýárs en með hliðsjón af samkomutakmörkunum sem eru í gildi.