Helga Jóhannsdóttir lést þann 8. febrúar síðastliðinn. Helga var ötul í sjálfboðaliðsstarfi fyrir Breiðablik og sat um árabil í stjórn Handknattleiksdeildar Breiðabliks. Á þeim tíma var Breiðablik í fremstu röð í handbolta og léku synir hennar með meistaraflokki félagsins; þeir Sissi (Kristján Halldórsson) og Krummi (Hrafnkell Halldórrsson). Þá var Rúnar sonur hennar liðsstjóri meistaraflokks um árabil auk þess sem Þórarinn var öflugur í starfi deildarinnar. Halldór eiginmaður Helgu, sem lést árið 2009 var einnig virkur starfi í Breiðabliks Þetta er því sannkölluð Blikafjölskylda sem hefur sett mark sitt á félagið. Léttleiki og jákvæðni einkenndi Helgu og alla hennar fjölskyldu sem hafði afar jákvæð áhrif á alla þá sem áttu samskipti við hana. Helga var Silfurbliki.
Við vottum ástvinum Helgu innilegrar samúðar.