Það er heldur betur skammt stórra högga á milli hjá stelpunum okkar þessa dagana.
Eftir glæsilegan 4-0 sigur á Þrótti frá Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á föstudagskvöldið síðastliðið er komið að Meistaradeild Evrópu.
Á miðvikudaginn næstkomandi, 6. október, mætir stórlið PSG í Kópavoginn og hefst leikurinn á slaginu 19:00.
Þetta er fyrsti leikurinn af sex en spilað er fram í desember.
Um er að ræða fjögurra liða riðil sem er partur af sextán liða úrslitum keppninnar.
Íslenskt félagslið hefur aldrei áður náð svona langt í þessari stærstu og sterkustu keppni Evrópu.
Fylgum eftir stemmningunni frá því í Laugardalnum á föstudagskvöldið var og fyllum stúkuna!
Stelpurnar eiga svo sannarlega skilið allan mögulegan stuðning um leið og þær skrifa enn einn kaflan í íslenskri knattspyrnusögu.