Sóley Margrét Jónsdóttir varð í gær Evrópumeistari í kraftlyftingum með búnaði.
Mótið fór fram í Thisted í Danmörku og keppti Sóley í flokki fullorðinna þrátt fyrir að vera einungis 22 ára og enþá gjaldgeng í unglingaflokki.
Sóley gerði sér lítið fyrir og lyfti 270 kg í hnébeygju, 182,5 kg í bekkpressu og 207,5 kg í réttstöðulyftu, samtals 660 kg.
Um sannkallaðan yfirburðarsigur var að ræða þar sem að keppandinn sem stóð Sóleyju næst lyfti samtals 622,5 kg.
Þess ber að geta að Sóley var bæði kjörin Íþróttakona Kópavogs og Breiðabliks í janúar.
Innilega til hamingju Sóley!