Eysteinn Pétur Lárusson hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Breiðabliks. Hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ.
Eysteinn hefur starfað hjá Breiðablik í rúm 10 ár sem framkvæmdastjóri, fyrst knattspyrnudeildar og svo sem framkvæmdastjóri félagsins í heild.
Eysteinn hefur unnið þrekvirki fyrir Breiðablik og átt ríkan þátt í því að byggja upp Breiðablik sem íþróttafélag í fremstu röð á Íslandi. Við erum Eysteini þakklát fyrir framlag hans til félagsins og samstarfið og óskum honum til hamingju með nýtt starf.
„Það er mikil eftirsjá í Eysteini, en á sama tíma er það happafengur knattspyrnu hreyfinguna að fá hann til starfa í mikilvægu hlutverki fyrir íslenska knattspyrnu. Við Blikar óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi“ segir Ásgeir Baldurs formaður Breiðabliks.
Eysteinn mun láta af störfum í lok sumars og mun stjórn Breiðabliks, nú þegar, hefja leit að nýjum framkvæmdastjóra fyrir félagið.