TILKYNNING

Sunddeild Breiðabliks hefur ráðið Hilmar Smára Jónsson í starf yfirþjálfara deildarinnar til eins árs og mun hann hefja störf þann 1. ágúst 2024. Fjölmargir umsækjendur voru um stöðuna bæði innlendir og erlendir þjálfarar.

Hilmar hefur lokið BSc námi í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands. Þá hefur hann setið námskeið á vegum ÍSÍ og SSÍ og tekið þátt í mörgum verkefnum á vegum SSÍ.  Hilmar hefur frá árinu 2018 verið yfirþjálfari Sunddeildar Aftureldingar og náð þar eftirtektarverðum árangri við uppbyggingu deildarinnar.

Þá má geta þess að Hilmar er vel kunnugur Sunddeild Breiðabliks þar sem hann æfði með félaginu á sínum yngri árum.

Meðal fyrstu verkefna Hilmars verður að aðstoða stjórn Sunddeildar Breiðabliks við uppbyggingu þjálfarateymis deildarinnar þar með talið ákvörðun um afreksþjálfara.

Sunddeild Breiðabliks hlakkar virkilega mikið til samstarfsins við Hilmar og býður hann hjartanlega velkominn heim.

 

Með bestu kveðju

Stjórn Sunddeildar Breiðabliks