Í dag var seinasti starfsdagur Ívars Ásgrímssonar fyrir Breiðablik.

Ívar hefur starfað fyrir deildina síðastliðin fjögur ár með góðum árangri. Hann hefur verið yfirþjálfari deildarinnar, þjálfari meistaraflokks kvenna og meistaraflokks karla á tíma sínum í Smáranum. Ívar kveður deildina á góðum stað en yngri flokka starfið hefur tekið miklum framförum undanfarin ár.

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks vill þakka Ívari kærlega fyrir gott og farsælt samstarf og óskar honum góðs gengis í komandi verkefnum.

Takk Ívar og áfram Breiðablik!💚