MARTEINN SIGURGEIRSSON

Rifjar upp sprell og athafnaþrá

  1. júní í Salnum kl 20

Kópavogsæskunnar á öldinni sem leið með kvikmyndum og spjalli.

Frekari upplýsingar og bókanir : salurinn.is

Meðal þess sem sagt verður frá eru samskipti unglinga við herinn á stríðsárunum ( Pétur Sveinsson og Sigurður Grétar Guðmundsson )  Bræðurnir frá Kópavogsbýlinu þeir: Magnús, Einar og Guðmundur byggja fyrsta íþróttavöllinn í Kópavogi. Lögreglan í Hafnarfirði handtekur unglinga í Hlöðunni, félagsmiðstöð Þórðar á  Sæbóli við Kársnesbraut. Mánudagsblaðið komst í málið!  Fimm drengir úr Kópavogi í sjávarháska við Álftanes 1964. Uppskeruhátíð í Agnarögn fyrstu félagsmiðstöðinni.Fjölbreytt verkefni í Vinnuskóli Kópavogs um 1980. Kóparokk 1986 við gamla pósthúsið. Baráttan milli austurbæjar og vesturbæjar. Andrés Pétursson reynir að hafa hemil á villingunum úr vesturbænum og aðlinum úr austurbænum á fundi með Sögufélagi Kópavogs 2014. Kópavogsbíó endurvinnur myndir.Reynt við heimset í vatnsbyssuslag á landsmóti UMFÍ í Kópavogi 2007. Tómstundaklúbbar í Víghólaskóla og stuttmyndagerð í Þinghólsskóla um 1980. Breiðabliksstúlkur frumherjar í kvennafótbolta.Gullöld Blika í yngri flokkum. Erfið skráning fyrir Augnablik.  Skop í Skólahljómsveit Kópavogs. Koddaslagur á Hlíðargarðshátíð.Átta 12 ára strákar stofna HK 1970.  Gerpla, Skólahljómsveit Kópavogs og Kársneskórinn sýna samtakamátt sinn á 60 ára afmælishátíð Kópavogskaupstaðar. Pönksöguganga um Hamraborg og undirgöng  með Dr. Gunna. Komin er fyrning á flest mál, en tek samt á móti lögbönnum!   Á þessum árum var lausaganga barna ekki tiltökumál !