Alþjóðlega frjálsíþróttamótið, World Youth Games, eða Gautaborgarleikarnir voru haldnir í Gautaborg í Svíþjóð dagana 5.-7. júlí og þetta árið tóku 20 Blikar þátt í harðri og spennandi keppni við ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk hvaðanæva að úr heiminum, en tæplega 3.000 keppendur voru skráðir til leiks. Með okkar fólki fylgdi góður hópur foreldra og systkina sem lagði sig fram við að styðja þétt við bakið á Blikunum og hvetja bæði innan vallar sem utan.
Það er kannski ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við keppendur á Slottsskogsvallen en það skiptust á skin og skúrir og lognið fór ansi hratt á köflum. Blikarnir úr Kópavogi létu það hins vegar ekkert á sig fá, enda öllu vanir, og uppskar okkar fólk tvö verðlaun og hvorki fleiri né færri en 36 persónuleg met voru slegin. Bryndís Lára Guðjónsdóttir tryggði sér silfurverðlaun í hástökki 13 ára stúlkna þegar hún stökk yfir 1,51 m í æsispennandi keppni og Guðjón Dunbar Diaquoi landaði bronsverðlaunum í þrístökki 19 ára pilta með stökki upp á 14,45 m.
Bjarki Rúnar Kristinsson, þjálfari í frjálsíþróttadeildinni, fylgdi hópnum út og var að vonum stoltur og ánægður með gott gengi hópsins að móti loknu: „Það er mikil og góð reynsla að fá tækifæri til að keppa á erlendum vettvangi og þó það hafi ekki allir náð markmiðum sínum koma allir sterkari og reynslunni ríkari heim sem mun nýtast á æfingum og komandi mótum á Íslandi.“
Hér fyrir neðan má sjá heildarlista yfir persónuleg met sem Blikarnir settu á nýliðnu móti og óskum við þeim, og öllum okkar þátttakendum, innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum fyrir dýrmætan tíma sem hópurinn átti saman þessa viðburðríku viku í Svíþjóð.
Samantekt á árangri Breiðabliks á Gautaborgarleikunum 2024
– Tvö verðlaun og 36 persónuleg met
- Anna Sóley Albertsdóttir
- Kúluvarp 12 ára – 6,76 PB
- Langstökk 12 ára – 3,96 PB
- Bergrún Eva Björnsdóttir
- 200 m 17 ára – 29,45 PB
- 800 m hlaup 17 ára – 2:44,87 PB
- Bryndís Lára Guðjónsdóttir
- Hástökk 13 ára – 1,51 PB og 2. sæti
- 60 m grind 13 ára – 11,27 PB
- Þrístökk 13 ára – 9,25 PB
- Elenóra Ósk Bjarnadóttir
- 600 m hlaup 12 ára – 2:00,77 PB
- Langstökk 12 ára – 3,66 PB
- Hástökk 12 ára – 1,22 PB
- Eyrún Svala Gustavsdóttir
- 200 m 13 ára – 28,63 PB
- 600 m hlaup 13 ára – 1:48,52 PB
- 60 m grind 13 ára – 11,54 PB
- Hástökk 13 ára – 1,47 PB
- Guðjón Dunbar Diaquoi
- Þrístökk 19 ára pilta – 14,45 PB og 3. sæti
- Jacques R. S. Borges Schmitt
- Langstökk 15 ára – 5,36 PB
- 80 m 15 ára – 10,49 PB
- Katla Margrét Jónsdóttir
- Kúluvarp 17 ára (3 kg) – 11,73 PB og komst í úrslit.
- Kristján Óli Gustavsson
- 300 m grind 15 ára – 47.18 PB
- 80 m 15 ára – 10,85 PB
- Þrístökk 15 ára – 10,25 PB
- Lísa Laxdal
- 200 m 13 ára – 30,21 PB
- 600 m hlaup 13 ára – 2:03,90 PB
- Kúluvarp 13 ára – 8,30 PB
- Þrístökk 13 ára – 9,18 PB
- Óðinn Egilsson
- Þrístökk 15 ára – 10,21 PB
- Patrekur Ómar Haraldsson
- 80 m 15 ára – 10,29 PB
- 300 m 15 ára – 38,83 PB
- 800 m 15 ára – 2:07,74 PB
- 2000 m 15 ára – 6:22,07 PB
- Langstökk 15 ára – 4,66 PB
- Ragnheiður Jónasdóttir
- 200 m 17 ára – 29,26 PB
- Samúel Örn Sigurvinsson
- 80 m 15 ára – 9,68 PB og komst í úrslit. Bætti sig aftur í úrslitum – 9,62 PB
- Sigmar Appleton Rist
- 300 m 15 ára – 42,15 PB
- Þrístökk 15 ára – 10,57 PB
- Snæfríður Eloise Rist Aubergy
- 100 m 16 ára – 13,35 PB