Í dag var Íslandsmótið í criterium haldið sem var í senn fjórða og síðasta bikarmótið í greininni. Hjólreiðadeild Breiðabliks átti nokkra keppendur sem stóðu sig mjög vel.
Magnús Björnsson og Júlía Oddsdóttir (afmælisbarn dagsins) gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B-flokkinn í æsispennandi endaspretti, en Júlía varð jafnframt bikarmeistari í greininni. Þá var Kristrún Lilja Daðadóttir í 3. sæti í sama flokki og áttum við þar með þrjá Blika á palli.
Björg Hákonardóttir var í sex hjólara hópi og lenti í 6. sæti í A-flokki, aðeins sekúndum á eftir 1. Sætinu. Í karlakeppninni var mikið fjör og en þar endaði Bjarni Garðar Nicolaisson í 7. sæti.
Við óskum verðlaunahöfum dagsins til hamingju með árangurinn!