Um miðjan júlí eða helgina eftir Gautaborgarveisluna miklu fór Meistaramót Íslands 11-14 ára fram á Laugum. Breiðablik átti 18 keppendur á mótinu og gerði hópurinn sér lítið fyrir og vann til alls 28 verðlauna sem skilaði liðinu þriðja sæti í stigakeppni félagsliða á eftir HSK/Selfoss og ÍR. Keppendur fengu sinn skerf af íslenska sumarveðrinu og kepptu í roki og rigningu á laugardeginum en fengu til allrar hamingju sól og blíðu seinni partinn á sunnudeginum svo það fóru allir heim með sólskinsbros.

Við gætum ekki verið stoltari af unga og öfluga frjálsíþróttafólkinu okkar og hlökkum til að hvetja þau áfram af hliðarlínunni á innanhússtímabilinu næsta vetur.

Hér fyrir neðan má sjá skiptingu verðlauna hjá Blikum eftir stafrófsröð:

 

  • Ari Júlíus Ólason
    • Spjótkast (400 g) pilta 12 ára – gull – 30,85 m
  • Ágústa Eva Jónsdóttir
    • Hástökk stúlkna 14 ára – brons – 1,41
    • Þrístökk stúlkna 14 ára – brons – 8,30
  • Bryndís Lára Guðjónsdóttir
    • Hástökk stúlkna 13 ára – gull – 1,41
    • Þrístökk stúlkna 13 ára – gull – 9,51
    • 80 m grind (76,2 cm) stúlkna 13 ára – brons – 15,04
  • Elenóra Ósk Bjarnadóttir
    • Hástökk stúlkna 12 ára – silfur – 1,27
  • Elísabet Benediktsdóttir
    • Hástökk stúlkna 13 ára – brons – 1,36
  • Elva Röfn Heide Danivalsdóttir
    • Kúluvarp (2,0 kg) stúlkna 11 ára – gull – 7,52
    • Spjótkast (400 g) stúlkna 11 ára – brons – 13,81
  • Eyrún Svala Gustavsdóttir
    • 80 m hlaup stúlkna 13 ára – gull – 10,99
    • 300 m hlaup stúlkna 13 ára – gull – 46,52
    • 800 m hlaup stúkna 13 ára – silfur – 10:02,00
    • 2000 m hlaup stúlkna 13 ára – gull – 8:44,85
    • 300 m grind (76,2 cm) stúlkna 13 ára – gull – 52,07
    • Hástökk stúlkna 13 ára – silfur – 1,41
  • Jakob Leó Ægisson
    • 800 m hlaup pilta 13 ára – silfur – 2:39,60
  • Kristófer Máni Friðgeirsson
    • 60 m hlaup pilta 12 ára – brons – 8,57
    • Spjótkast (400 g) pilta 12 ára – brons – 30,38
  • Lísa Laxdal
    • 80 m hlaup stúlkna 13 ára – brons – 11,30
    • Langstökk stúlkna 13 ára – brons – 4,46
  • Sólveig Sara Jónsdóttir
    • 60 m hlaup stúlkna 11 ára – silfur – 9,82
    • Hástökk stúlkna 11 ára – silfur – 1,17
    • Kúluvarp (2,0 kg) stúlkna 11 ára – silfur – 6,78
    • Spjótkast (400 g) stúlkna 11 ára – silfur – 15,45
  • Þórarinn Magnússon
    • 400 m hlaup pilta 12 ára – brons – 1:07,17
    • Langstökk pilta 12 ára – silfur – 4,55
  • Sveit Breiðabliks stúlkur 13 ára 4×100 m boðhlaup – gull – 56,57