Íslandsmeistaramótið í cyclocross fór fram í dag í Álafosskvosinni við góðar aðstæður en þó var nokkuð kalt og brautin lúmsk hál á köflum. Brautin sjálf var snilldarlega vel lögð og bauð upp á mjög fjölbreytta kafla. Í karlaflokki var hörð barátta á milli Ingvars Ómarssonar og Davíðs Jónssonar (HFR) en Ingvar leiddi eftir fyrsta hring en svo náði Davíð smá forskoti sem hann hélt þar til á næst síðasta hring þegar það sprakk hjá honum og hann skipti um hjól en þá var Ingvar kominn með forystuna aftur og hann hjólaði af öryggi í mark á tímanum 56:27,9 en Davíð varð annar um fjórum mínútum á eftir. Í þriðja sæti varð Maxon Quas (Tindur)