Blikinn okkar Arnar Pétursson gerði sér lítið fyrir á dögunum og nældi sér í tvo Íslandsmeistaratitla í október, annars vegar með sigri á Meistaramóti Íslands í víðavangshlaupum þann 19. október þegar hann hljóp 9 km í bleytu og kulda í Laugardalnum á tímanum 00:31:25 og hins vegar með sigri á Meistaramóti Íslands í maraþoni þann 26. október þegar hann hljóp 42,2 km á tímanum 02:51:06. Við óskum Arnari innilega til hamingju með titlana tvo. 🏆

Fleiri Blikar tóku þátt í víðavangshlaupunum og má þar nefna Þorbjörgu Gróu Eggertsdóttur sem varð önnur í flokki 15-17 ára stúlkna á tímanum 00:14:12 og Patrek Ómar Haraldsson sem varð sjötti í flokki 15-17 ára pilta á tímanum 00:11:26 en þau hlupu bæði tvo 1,5 km hringi, eða 3 km. Þá varð Elenóra Ósk Bjarnadóttir þriðja í flokki stúlkna 12 ára og yngri á tímanum 00:06:48 en hún hljóp einn 1,5 km hring.

Áfram Blikar og áfram frjálsar!