Á síðasta stjórnarfundi Aðalstjórnar Breiðabliks var Jóhann Þór Jónsson(sjá mynd fyrir ofan) kjörinn nýr varaformaður Aðalstjórnar Breiðabliks. Jóhann tekur við af Þórólfi Heiðari Þórólfssyni(sjá mynd fyrir neðan) sem baðst lausnar frá embættinu þar sem hann hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarmaður Dómsmálaráherra. Við þökkum Þórólfi fyrir hans ómetanlega framlag til félagsins, en hann hefur setið í Aðalstjórn félagsins frá 2018. Við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. Jafnframt bjóðum við Jóhann Þór velkominn í embættið og hlökkum til að vinna með honum að áframhaldandi vexti og velgengni Breiðabliks.