Á sama tíma og unga fólkið okkar keppti á MÍ 15-22 ára héldu reynsluboltarnir okkar til Osló þar sem Norðurlandameistaramót í eldri aldursflokkum var haldið. Íslenski hópurinn gerði gott mót og um sannkallað medalíuregn var að ræða alla helgina.

Blikarnir áttu náðu frábærum árangri og má þar helst nefna þessi afrek. Bergur Hallgrímsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari í flokki 40-44 ára, en hann sigraði 200 m hlaupið á 23,94 sek. og 400 m hlaupið á 52,68 sek. sem er aldursflokkamet. Þá varð Jón Bjarni Bragason einnig tvöfaldur Norðurlandameistari í flokki 50-54 ára en hann gerði sér lítið fyrir og rústaði lóðkastkeppninni með kast upp á 18,49 m sem var jafnframt aldursflokkamet og sigraði einnig kúluvarpið með kasti upp á 12,79 m. Magnús Björnsson vann bronsverðlaun í flokki 55-59 ára í lóðkasti með kast upp á 14,67 m var jafnframt persónulegt met.

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með afrek helgarinnar og sendum góðar kveðjur á íslensku keppendurna sem alls unnu til 23 verðlauna um helgina.