Núna á laugardaginn 15.mars fer fram hið glæsilega konukvöld knattspyrnudeildar ásamt árgangamótinu sívinsæla.
Dagurinn byrjar á árgangamótinu sem stendur yfir klukkan 12:00-15:00 í Fífunni þar sem glæsilegir vinningar eru undir.
Kvennakvöldið fer svo fram í Smáranum þar sem að veislustjóri verður Birna Rún, Tómas Helgi trúbador mætir, auðvitað verður Happy Hour, glæsilegt happdrætti með frábærum vinningum til styrktar MFL KVK og girnilegar veitingar frá Brasserie Kársnes.
Þær sem ætla að mæta á Kvennakvöld fá sjálfkrafa þátttökurétt í Árgangamótinu.
Aldurstakmark er 18 ár.