Stjórn frjálsíþróttadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar fimmtudaginn 3. apríl 2025. Fundurinn verður haldinn í veislusalnum á annarri hæð í Smáranum og hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
- Hefðbundin aðalfundarstörf
- Kosning stjórnar
- Umræður og önnur mál
Við leitum að þremur nýjum stjórnarmeðlimum og hvetjum áhugasama til að hafa samband við Helgu Elísu í stjórn á netfangið helgaeth@gmail.com fyrir fundinn en tilnefningar til stjórnar verða að liggja fyrir áður en fundur hefst. Við hlökkum til að hitta foreldra og vini deildarinnar og spjalla saman um verkefni deildarinnar. Stjórnin fundar einu sinni í mánuði og við skiptum með okkur verkefnum svo úr verður gefandi starf til að krakkarnir okkar geti stundað íþróttina sína.