Kæru Kópavogsbúar!  

 Nú líður enn og aftur að Símamóti Breiðabliks en það fer fram dagana 10-13 júlí nk.  

Þá koma saman tæplega 3000 fótboltastúlkur á öllum aldri og spila fótbolta á félagssvæði Breiðabliks í Smáranum og í Fagralundi.  

Eins og áður er rétt að minna á nokkur atriði sem snerta íbúa meðan á mótinu stendur: 

  • Einstefnulokun verður við Furugrund frá austri til vesturs til að auka fjölda bílastæða og tryggja betri umferðarstýringu m.t.t. öryggis gesta og íbúa. Lokunin verður í gildi dagana 11, 12 og 13 júlí (föstudag, laugardag, sunnudag).  Meðfylgjandi er mynd til útskýringar.  
  • Fimmtudagskvöldið 10 júlí  verður skrúðganga frá Smárahvammsvelli að Kópavogsvelli og er gengið um Dalsmára. Við lokum því götunni frá leikskólanum að Dalsmára 21 og að gatnamótunum við Smáraskóla frá kl 18:00 – 18:30 fimmtudaginn 10 júlí.

  • Tjaldsvæði Símamótsins er eins og ávallt staðsett á túninu fyrir neðan gamla Kópavogsbýlið við Hafnarfjarðarveginn.

 

Annars vonumst við til að sjá sem flesta Kópavogsbúa á Símamótinu í ár og hvetjum bæjarbúa til að taka þátt í gleðinni með okkur!  

Frekari upplýsingar um dagskrá mótsins og annað er að finna hér: https://breidablik.is/knattspyrna/simamot/