Entries by

Konur í meirihluta í nýrri stjórn knattspyrnudeildar

Nýkjörin stjórn knattspyrnudeildar átti sinn fyrsta reglulega fund mánudaginn 11. mars. Á fundinum báru hæst fjölbreytt verkefni fyrir sumarið en strákarnir eiga sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni 8. apríl og stelpurnar 22. apríl en einnig var farið yfir ýmis önnur skemmtileg viðfangsefni sem eru á borði stjórnarinnar.  Að loknum fundi var tekin mynd í blíðunni […]

Góður aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram í dag 7. mars. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og var m.a. kosið í nýja stjórn. Þrír stjórnarmeðlimir létu af störfum á fundinum. Þau Halldór Arnarsson gjaldkeri, Hekla Pálmadóttir fráfarandi formaður mfl. ráðs kvenna og Jóhann Þór Jónsson fráfarandi formaður barna- og unglingaráðs ætla að láta gott heita í […]

,

Mjög áhugaverður fyrirlestur fyrir iðkendur og foreldra fimmtudaginn 15. feb.

Nú á fimmtudaginn 15. febrúar er iðkendum og foreldrum knattspyrnudeildar boðið að sækja glæsilegan fyrirlestur frá Sporthúsinu um hin ýmsu heilsutengdu málefni. Fyrirlesturinn hefst 19:30 í veislusal á 2. hæð Smárans og er aðgengi frítt. Hvetjum alla áhugasama foreldra og iðkendur til að líta við í Smárann annað kvöld!

,

Vel heppnað ALI-mót um liðna helgi

Eitt stærsta mót vetrarins, Alimótið, fór fram helgina 19.-21. janúar. Þar komu saman um 700 knattspyrnudrengir frá 8 félögum í 5. Flokki karla í Fífuna, heimkynni Breiðabliks í Kópavogi. Spilaðir voru 250 leikir á 4 völlum alla helgina. Það má Gera má ráð fyrir að í heildina hafi um 3.000 manns heimsótt mótið og var […]

Góður vinnufundur knattspyrnuþjálfara í nóvember

Þann 15. nóvember sl. fór fram vinnufundur knattspyrnuþjálfara hjá Breiðabliki en slíkir fundir eru haldnir 3-4 sinnum á ári. Í þetta skiptið var fjölbreytt dagskrá þar sem nýjir þjálfarar meistaraflokksliðanna, Halldór Árnason og Nik Chamberlain byrjuðu á að kynna sínar áherslur og leikfræði fyrir þjálfurum yngri flokkanna. Halldór fór m.a. yfir hvernig þeir hafa verið […]

,

Viðburðaríkt fótboltasumar yngri flokka

Nú í byrjun októbermánaðar lauk formlega fótboltasumrinu 2023 í yngri flokkum Breiðabliks þegar 2. flokkur karla og kvenna spiluðu sína seinustu leiki í Íslandsmótinu. Alls léku lið Breiðabliks 872 leiki í Íslandsmótum og bikarkeppnum frá meistaraflokkum niður í 5. flokk karla og kvenna. Er það aukning um rúmlega 200 leiki frá árinu 2022 og stafar […]

Breiðablik auglýsir eftir bókara í fullt starf

Íþróttafélagið Breiðablik auglýsir eftir jákvæðum og áreiðanlegum bókara í fullt starf.   Hæg er að sækja um starfið hér: https://alfred.is/starf/bokari-hja-breidablik  Helstu verkefni og ábyrgð Móttaka og bókun reikninga Bókun og afstemming á bankareikningum Umsjón og eftirfylgni með rafrænu samþykktarferli reikninga Afstemmingar lánadrottna Aðstoð við reikningsskil félagsins Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur Viðurkenndur bókari, viðskiptafræðimenntun […]

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar vegna umræðu um knattspyrnu kvenna

Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru. Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta […]

Breiðablik og Vestri í samstarf

Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Vestra skrifuðu undir samstarfssamning í dag. Samstarfið snýst um að að iðkendur hjá Vestra sem koma suður til lengri eða skemmri tíma geta sótt æfingar hjá hjá Breiðabliki í sínum flokkum. Einnig munu þjálfarar Vestra í yngri flokkum geta sótt fræðslu með þjálfurum Breiðabliks eftir því sem hentar og tekið þátt í […]