Entries by

,

Viðburðaríkt fótboltasumar yngri flokka

Nú í byrjun októbermánaðar lauk formlega fótboltasumrinu 2023 í yngri flokkum Breiðabliks þegar 2. flokkur karla og kvenna spiluðu sína seinustu leiki í Íslandsmótinu. Alls léku lið Breiðabliks 872 leiki í Íslandsmótum og bikarkeppnum frá meistaraflokkum niður í 5. flokk karla og kvenna. Er það aukning um rúmlega 200 leiki frá árinu 2022 og stafar […]

Breiðablik auglýsir eftir bókara í fullt starf

Íþróttafélagið Breiðablik auglýsir eftir jákvæðum og áreiðanlegum bókara í fullt starf.   Hæg er að sækja um starfið hér: https://alfred.is/starf/bokari-hja-breidablik  Helstu verkefni og ábyrgð Móttaka og bókun reikninga Bókun og afstemming á bankareikningum Umsjón og eftirfylgni með rafrænu samþykktarferli reikninga Afstemmingar lánadrottna Aðstoð við reikningsskil félagsins Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur Viðurkenndur bókari, viðskiptafræðimenntun […]

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar vegna umræðu um knattspyrnu kvenna

Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru. Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta […]

Breiðablik og Vestri í samstarf

Knattspyrnudeildir Breiðabliks og Vestra skrifuðu undir samstarfssamning í dag. Samstarfið snýst um að að iðkendur hjá Vestra sem koma suður til lengri eða skemmri tíma geta sótt æfingar hjá hjá Breiðabliki í sínum flokkum. Einnig munu þjálfarar Vestra í yngri flokkum geta sótt fræðslu með þjálfurum Breiðabliks eftir því sem hentar og tekið þátt í […]

Fótboltasumarið nálgast

Nú þegar styttist í sumarið og íslandsmótin fara að hefjast er gott að fara aðeins yfir nokkur atriði úr starfinu sem eru í gangi og framundan. Besta deild karla hefst 10. apríl og þá fáum við nágranna okkar í HK í heimsókn á Kópavogsvöll. Besta deild kvenna hefst 25. apríl með útileik við Val. Leikurinn […]

Karl Daníel Magnússon nýr deildarstjóri Afrekssviðs hjá knattspyrnudeild.

Karl Daníel Magnússon hefur verið ráðinn deildarstjóri Afrekssviðs hjá knattspyrnudeild. Karl er viðskiptafræðingur að mennt með tölvunarfræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík. Undanfarið hefur Karl starfað sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur og þekkir vel til umhverfis íslenskra knattspyrnufélaga. Deildarstjóri afrekssviðs Knattspyrnudeildar Breiðabliks fylgir eftir skipulagi og stefnumótun Knattspyrnudeildar. Meginhlutverk deildarstjóra verður að halda utan um […]

,

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar 2023

FRAMHALDSAÐALFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR VERÐUR HALDINN FIMMTUDAGINN 9.MARS 2023 Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn fimmtudaginn 9. mars nk. í veitingasalnum í Smáranum 2. hæð og hefst klukkan 18:15. Dagskrá: 1. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 2. Önnur mál   Meðfylfjandi er ársreikningur knattspyrnudeildar 2022. Ársreikningur Knattspyrnudeild 2022-Undirritaður   Stjórn Knattspyrnudeildar  

Ungir stuðningsmenn heiðraðir

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Breiðabliks sem fram fór í gær 9. nóvember voru þrír drengir úr 2012 árgangi félagsins heiðraðir fyrir ómetanlegan stuðning á leikjum meistaraflokka kvenna og karla sumarið 2022. Þeir Marvin Gylfi Mogensen, Stefán Ragnar Aðalsteinsson og Þór Gerald Róbertsson voru fastir gestir á leikjum Breiðabliks í sumar og mættu iðulega vopnaðir trommum, kjuðum […]

Mannabreytingar á aðalfundi

Í gærkvöldi, þann 9. nóvember 2022 fór fram aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks. Fundurinn var vel sóttur en á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt því að veittar voru viðurkenningar frá Heiðursnefnd Breiðabliks og meistaraflokkum. Að lokum var svo yfirmaður knattspyrnumála, Ólafur Kristjánsson með stutt erindi fyrir fundargesti. Tvær mannabreytingar urðu í stjórninni þegar Helgi Aðalsteinsson, varaformaður og […]