Blikar sigursælir á Íþróttahátíð Kópavogs
Í gær, föstudaginn 15. janúar, fór Íþróttahátíð Kópavogs fyrir árið 2020 fram í Salnum.
Þar sem 20 manna fjöldatakmarkanir eru í gildi var hátíðinni streymt í beinni útsendingu á netinu.
Upptöku af útsendingunni má finna hér.
–
Á hátíðinni voru veitt hin ýmsu verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur og starf í þágu íþrótta í bænum.
Hæst ber að nefna kosninguna á Íþróttakarli og -konu Kópavogs fyrir árið 2020, en þar voru hvorki fleiri né færri en 6 Blikar í hópi þeirra 10 sem tilnefndir voru.
Á endanum voru það Arnar Pétursson og Karen Sif Ársælsdóttir, bæði úr frjálsíþróttadeild Breiðabliks, sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
Aðrir Blikar sem tilnefndir voru:
Ingvar Ómarsson – Hjólreiðar
Patrik Viggó Vilbergsson – Sund
Sonný Lára Þráinssdóttir – Knattspyrna
Sóley Margrét Jónsdóttir – Kraftlyftingar
–
Flokkur ársins var einnig heiðraður en að þessu sinni var það Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu – Breiðablik sem hlaut þann titil.
–
Í flokki 13-16 ára voru eftirfarandi Blikar heiðraðir:
Embla Hrönn Halldórsdóttir – Karfa
Guðmundur Karl Karlsson – Sund
Gunnar Erik Guðmundsson – Skák
Hlynur Freyr Karlsson – Knattspyrna
Júlía Kristín Jóhannesdóttir – Frjálsar
Kristín Helga Hákonardóttir – Sund
Logi Guðmundsson – Karfa
Margrét Davíðsdóttir – Skíði
Markús Birgisson – Frjálsar
Tómas Pálmar Tómasson – Karate
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir – Knattspyrna
–
Breiðablik óskar öllu þessu frábæra íþróttafólki okkar til hamingju með glæsilegan árangur.
Við getum ekki beðið eftir að sjá ykkur og alla hina Blikana okkar, áfram, í fremstu röð á nýju ári.
Áfram Breiðablik.