Síðastliðna helgi fór fram Meistaramót Íslands í Fjölþrautum. Breiðablik Tefldi fram sterku liði. Breiðablik var með langflest verðlaun allra félaga á mótinu eða 36 og þar af voru 16 gull. K

 

Keppendur okkar stóðu upp sem sigurvegarar í þremur flokkur. Júlía Kristín Jóhannesdóttir er Íslandsmeistari í fimmtarþraut 16-17 ára stúlkna með 3323 stig.  Þorleifur Einar Leifsson er Íslandsmeistari í sjöþraut 16-17 ára pilta með 4523 stig, sem er jafnframt næstbesti árangur sögunnar í greininni.  Birna Kristín Kristjánsdóttir er íslandsmeistari í fimmtarþraut 18-19 ára stúlkna með 3114 stig.

 

Blikastúlkurnar voru sérstaklega öflugar í grindarhlaupinu þessa helgina. En báðar slógu þær íslandsmet í greininni.

Birna Kristín hljóp á 8,65 sek, og bætti þar með sitt eigið U20 met sem var aðeins fjögurra daga gamalt.

Júlía Kristín hljóp á 8,57 sek sem er góð bæting á gamla U18 metinu sem var 8,74 sek. Það met var 19 ára gamalt og áður í eigu Blikastúlkunnar Sigurbjargar Ólafsdóttur

 

Innanhústímabilið er nú komið á fulla ferð og það verður spennandi að fylgjast með keppendum Breiðabliks á MÍ 15-22 ára sem fer fram um næstu helgi