Friðdóra Kristinsdóttir hefur verið ráðinn markaðs- og viðburðarstjóri Breiðabliks.
Þar mun hún starfa náið með Kristjáni Inga hjá Tekt og hans teymi en Tekt hefur aðstoðað félagið við markaðs- og viðburðarhald undanfarna mánuði.
Friðdóra gegndi stöðu rekstrarstjóra hjá félaginu.
Við starfinu hennar tekur Kristján Jónatansson og er hann nýr rekstrarstjóri Breiðabliks.
Kristján er okkur Blikum vel kunnugur en hann starfaði sem framkvæmdastjóri félagsins í 22 ár eða til ársins 2017 og má því segja að hann sé kominn heim aftur.
Við væntum mikils af störfum þessa reynslumiklu starfsmanna og bjóðum þau hjartanlega velkomin í ný störf hjá félaginu.