Keppnistímabilið í þríþraut hófst sunnudaginn 12. maí síðastliðinn þegar Um 110 keppendur voru skráðir til leiks og luku 103 keppni sem er metþátttaka. Ungmenni voru óvenumörg þetta árið og greinilegt er að áhugi fyrir þríþraut er að aukast meðal ungs fólks.
Flestir keppendur tóku þátt í fullri sprettþrautarvegalengd og syntu 400m í Kópavogslaug, hjóluðu 10,5 km og hlupu loks 3,5 km, en einnig voru nokkur ungmenni sem fóru styttri vegalengd. Skiptisvæðið var á Rútstúni.
Sigurvegari í kvennaflokki var Kristín Laufey Steinadóttir Ægi og er þetta í fyrsta skipti sem hún sigrar keppnina, önnur varð Katrín Pálsdóttir SH og bronsið tók Sædís Jónsdóttir Ægi. Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson úr Breiðabliki, annars varð Geir Ómarsson Ægi og þriðji varð Hákon Hrafn Sigurðsson Breiðabliki. Þetta var í 9. skiptið í röð sem Sigurður sigraði keppnina.
Veðrið lék við keppendur og áhorfendur sem mættu til að taka þátt eða fylgjast með þessari skemmtilegu og byrjendavænu keppni.
Fjöldi styrktaraðila gáfu verðlaun og veitingar eða veittu Þríþrautardeild Breiðabliks veglega afslætti en þeir eru Artasan, Bananar, Coca Cola, Flügger, Fætur Toga, GG-sport, Greenfit, Hafsport, Hlaupár, Hreysti, Íslandshótel, Lýsi, Macron, Mjólkursamsalan, Peloton, Reynir bakari og Saltverk. Um 25 sjálfboðaliðar unnu við keppnina en viðburðir af þessu tagi gerast ekki án þeirra. Þríþrautardeildin þakkar þessum aðilum innilega fyrir hjálpina og stuðninginn.
Meira myndefni frá viðburðinum er að finna á heimasíðu Þríþrautarsambandsins og á Facebook- og Instagram síðum þess og Þríþrautardeildar Breiðabliks.