Ásgeir Baldurs formaður félagsins ásamt Sigrúnu (Ídu) Óttarsdóttir sem hlaut gullmerki félagsins

Aðalfundur Breiðabliks fór fram í kvöld, þriðjudaginn 14.maí, í troðfullum Smáranum. Veislusalur félagsins sem hýsti fundinn var reyndar ekki alveg troðfullur en öll önnur rými í Smáranum voru það enda hófst 2000 manna oddaleikur Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum íslandsmótsins í körfubolta karlamegin stuttu seinna. Það er skemmst frá því að segja að vinir okkar í Grindavík báru sigur úr býtum og mæta þeir Val í úrslitum. Stemmningin í Smáranum virðist því engan enda ætla að taka!

En aftur að aðalfundinum, á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og var fundarstjóri að þessu sinni Guðmundur G. Sigurbergsson.

Ásgeir Baldurs var endurkjörinn formaður félagsins til eins árs.
Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir, Benedikt Sigurðsson og Jóhann Þór Jónsson voru kjörinn í aðalstjórn félagsins til tveggja ára. Jóhann Þór er nýr í stjórn félagsins en útúr stjórn gekk Aðalheiður María Vigfúsdóttir og voru henni þökkuð fyrir frábær störf.

Eftirtaldur hlutu heiðursviðurkenningar á fundinum:

Silfurblikar:

Hallgrímur Davíð Björnsson, skíðadeild

Flosi Eiríksson, knattspyrnudeild

Gunnar Jónsson, knattspyrnudeild

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppe, þríþrautadeild

Þórólfur Þorsteinsson, körfuknattleikdeild

Gullblikar

Halldór Arnarsson, knattspyrnudeild

Sigrún Óttarsdóttir, knattspyrnudeild

Heiðursviðurkenningar UMSK

Varaformaður UMSK, Lárus Lárusson veitti eftirtöldum aðilum viðurkenningar:

Aðalheiður María Vigfúsdóttir frjálsíþróttadeild, silfurmerki UMSK

Einar Pétursson, körfuknattleiksdeild, silfurmerki UMSK

María Sæm Bjarkardóttir, hjólreiðadeild, silfurmerki UMSK

Hákon Sverrisson, knattspyrnudeild, silfurmerki UMSK

Jóhann Þór Jónsson, knattspyrnudeild, silfurmerki UMSK

Skýrslu stjórnar og deilda ásamt ársreikningum má finna hér.