Eftir að hafa þurft að fresta mótahaldi síðasta fimmtudag vegna óveðurs hélt Hjólreiðadeild Breiðabliks Vortímatöku (TT) sína á Vatnsleysustrandarvegi mánudaginn 10. júní 2024. Segja reyndari menn að aldrei áður hafi Vortímatakan verið haldin í jafn mikilli blíðu.
Alls mættu 34 keppendur til leiks, allt frá 14 ára aldri upp í 69 ára, og var um að ræða 1. bikar í mótaröð HRÍ. Í þetta sinn var mótið haldið í samstarfi við UMFÍ en um liðna helgi fór Landsmót 50+ fram í Vogunum og mættu þrír keppendur til leiks á vegum UMFÍ.
Þau Ingvar Ómarsson (Breiðablik) og Hafdís Sigurðardóttir (HFA) héldu uppteknum hætti og sigruðu A-flokkinn. Pétur Árnason (Tindur) og Júlía Oddsdóttir (Breiðablik) sigruðu B-flokkinn. Önnur úrslit er að finna á Tímataka.net. Við óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.
Hjólreiðadeild Breiðabliks þakkar öllum keppendum fyrir komuna, sjálfboðaliðum fyrir aðstoðina og íbúum Sveitarfélagsins Voga fyrir tillitssemina og aðstöðuna í Vogabæjarhöllinni.