Ný vetrartafla (sjá heimasíðu félagsins) tekur gildi í september en upphafið verður flókið.
8., 7. og 6.fl – Vetrartaflan þeirra tekur gildi 2.september (2021-2015 árgerðir).
5.fl – Vetrartaflan þeirra tekur gildi 16.sept (2014 og 2013).
4.fl – Vetrartaflan þeirra tekur gildi 30.sept (2012 og 2011).
2. og 3.fl – Vetrartaflan þeirra tekur gildi í byrjun október (2010 og eldri)
Ástæðan fyrir mismunandi dagsetningum á flokkaskiptunum er að 5.-2.fl eru að klára síðustu leiki tímabilsins samkvæmt ksi.is
Þeir árgangar(2014, 2012, 2010 og mögulega 2008) sem lenda í millibilsástandi, þ.a.s. verður „hent“ úr sínum flokki en komast ekki strax í næsta flokk munu fá boð á sérstakar æfingar sem skipulagðar verða þegar nær dregur.
Ekki nóg með að tíma- og dagsetningar verða óreglulegar í september þá verða vallarmál líka breytileg. Fífan lokar nefnilega 4.sept og alveg til 23.sept. Það þýðir að allar inniæfingar verða færðar út. Ýmist á Blikavelli(grasið fyrir utan Fífuna), Kópavogsvöll, Smárahvammsvöll(grasið hjá Sporthúsinu) eða í Fagralund.
Um leið og við óskum eftir góðri athygli á XPS þessar næstu vikur þá viljum við einnig benda öllum á að fara extra varlega í grennd við Fífuna þar sem mikið verður um vinnuvélar á svæðinu sökum lokunnar/sýningar í Fífunni og auðvitað líka vegna framkvæmda við nýja gervigrasvöllinn okkar við hlið Fífunnar(Fífuvellir) sem mun líklega standa yfir í þónokkrar vikur. 💚