Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt nýtt unglingalandslið 15-19 ára fyrir tímabilið 2024-2025 og hafa 60 einstaklingar náð þessum frábæra árangri. Unglingalandsliðið er valið út frá árangri á utanhúss tímabilinu 2024 og eru skilgreind lágmörk í hverri grein og aldursflokki. Þrír Blikar eru í unglingalandsliðinu í ár en það eru þau Patrekur Ómar Haraldsson sem hljóp 800 m á 2:07.74 og 1500 m á 4:35.80, Samúel Örn Sigurvinsson sem hljóp 60 m á 7.40 og Sóley Sigursteinsdóttir sem kastaði sleggju 34.13 m. Íþróttafólk er tekið inn í hópinn jafn óðum yfir tímabilið og því mögulegt að bætast muni við hópinn á innanhúss tímabilinu 2025 og munum við hvetja okkar fólk á þeim mótum sem fram undan eru í vetur.

Við erum einstaklega stolt af Blikunum okkar og óskum þeim Patreki, Samúel og Sóleyju innilega til hamingju með árangurinn.