Með vísan til 8. gr. laga Breiðabliks (https://breidablik.is/um-okkur/log-og-reglur/) er hér með boðað til aðalfundar Hjólreiðadeildar Breiðabliks sem haldinn verður  miðvikudaginn 9. apríl kl. 19:00 í Smáranum, 2. hæð.
Dagskráin er sem hér segir:
  1. Kosning fundarstjóra og ritara
  2. Formaður leggur fram skýrslu deildar
  3. Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar
  4. Kosning formanns
  5. Kosning stjórnarmanna
  6. Umræða um málefni deildar og önnur mál
Rétt til setu á fundinum eiga allir félagsmenn Hjólreiðadeildarinnar og eru þeir hvattir til að fjölmenna. Framboði til stjórnar skal skila að lágmarki viku fyrir boðaðan aðalfund.