Hlaupanámskeið Hlaupahóps Breiðabliks hefst 1. október.
Hlaupið er frá Smáranum í Kópavogi 2x í viku eða á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30.

Lengd æfinga er 45-60mín.

Laugardaga er gert ráð fyrir að þátttakendur hlaupi sjálfir eða með hlaupahópa Breiðabliks.

Lengt námskeiðs: 12 vikur (1. okt – 19. des)
Námskeiðið líkur með þátttöku í Gamlárshlaupi ÍR 31. desember.
Verð: 15.000 kr. og rennur gjaldið upp í árgjald hlaupahópssins.

Fyrir hverja
Námskeiðið hentar þeim sem langar að geta hlaupið sér til ánægju og til heilsubótar. Einnig er námskeiðið tilvalið fyrir þá sem eru að byrja að hlaupa aftur eftir smá pásu og langar að koma sér í gott hlaupaform.

Ef þú vilt byrja að hlaupa með réttum markvissum æfingum þá er þetta rétta námskeiðið fyrir þig.

Lýsing
Áhersla er lögð á góða og hnitmiðaða upphitun fyrir hlaup. Farið er í hlaupatækni, æfingaálag útskýrt og styrktaræfingar. Ýmis hugtök sem hlauparar nota reglulega verða útskýrð á mannamáli og ættu þátttakendur að þekkja þessi hugtök að námskeiði loknu.

Farið verður rólega af stað og álagi stýrt eftir getu hvers og eins.

Þjálfarari er Hafþór Rafn Benediktsson hlaupaþjálfari Hlaupahóps Breiðabliks.

Námskeiðsgjald er 15.000 kr.

Skráning og fyrirspurnir um námskeiðið sendist á haffiben@ithrottir.is

Vinsamlega takið fram “Hlaupanámskeið Breiðabliks, nafn og kennitölu” við skráningu.

Greiðsla fer fram í gegnum greiðslukerfið Nóra á vefsíðu Breiðabliks https://breidablik.felog.is/