Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram 30. október 2018 í Smáranum. Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, setti aðalfundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann stakk upp á Þórólfi Heiðar Þorsteinssyni sem fundarstjóra og Flosa Eiríkssyni sem ritara og var það samþykkt.
Fyrir fundinn lá eitt skriflegt framboð til formanns, dags. 22. október sl., frá Orra Hlöðverssyni. þar sem engin önnur framboð bárust innan framboðsfrests taldist Orri Hlöðversson sjálfkjörinn formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Fyrir þessum fundi lágu sex skrifleg framboð til stjóranar og voru það eftirfarandi einstaklingar sem buðu sig fram til stjórnar: Bjarni Bergsson, Flosi Eiríksson, Halldór Arnarson, Helgi Aðalsteinsson, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Jóhann Þór Jónsson.
Þar sem engin önnur framboð bárust innan framboðsfrests töldust þau öll sjálfkjörin til stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Herði Heiðari Guðbjörnssyni voru færðar sérstakar þakkir en hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.
Fundargerðina í heild sinni má nálgast hér:
Fundargerð af aðalfundi Knattspyrnudeildar Breiðabliks 30.10.2018