Norðurlandamótið í sundi fór fram um helgina (7.-9. des) í Oulu í Finnlandi. Ísland átti fjölmennan hóp en 31 keppandi náði lágmörkum og sunddeild Breiðabliks átti 6 sundmenn á mótinu. Tveir þjálfarar fóru með hópnum, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir frá Breiðablik og Steindór Gunnarsson frá ÍRB. Fararstjórar voru Hilmar Örn Jónasson og Anna Gunnlaugsdóttir, bæði frá ÍRB. Á mótinu var keppt í tveimur aldursflokkum, 13-16 ára flokki stelpna og 14-17 ára flokki stráka (juniors) og 17 ára og eldri stelpur og 18 ára og eldri strákar. (seniors). Undanúrslit voru synt á morgnana og 8 manna úrslit seinni partinn. Raðað var í úrslit eftir bestu tímum en þó þannig að einungis tveir frá hverju landi komust í úrslit. Bestum árangri okkar fólks náði Patrik Viggó Vilbergsson þegar hann varð í 3. sæti í 1500m skriðsundi en hann synti að auki í úrslitum í þremur öðrum greinum. Aðrir Blikar í úrslitum voru Brynjólfur Óli Karlsson sem synti til úrslita í þremur greinum, Kristín Helga Hákonardóttir sem synti einnig til úrslita í þremur greinum. Ragna Sigriður Ragnarsdóttir synti til úrslita í einni grein.
Úrslit Blika urðu eftirfarandi:
Brynjólfur Óli Karlsson (17)
100m bak 7. sæti
100m skrið 13. sæti
50m bak 8. sæti
200m bak 6. sæti
Guðný Birna Sigurðardóttir (19)
100m bak 6. sæti
100m skrið 12. sæti
200m bak 7. sæti
Kristín Helga Hákonardóttir (14)
100m skrið 8. sæti
200m skrið 6. sæti
400m skrið 6. sæti
800m skrið 7. sæti
Patrik Viggó Vilbergsson (16)
1500m skrið 3. sæti
400m skrið 6. sæti
400m fjór7. sæti
200m skrið komst í úrslit en synti ekki vegna úrslitasunds í 1500m
Ragna Sigríður Ragnarsdóttir (17)
200m skrið 10. sæti
400m skrið 8. sæti
800m skrið 6. sæti
400m fjór 8. sæti
Regína Lilja Gunnlaugsdóttir (16)
400m skrið 13. sæti.