Unglingasveit Skákdeildar Breiðabliks Íslandsmeistarar 2018
Íslandsmót unglingasveita fór fram í Garðaskóla sunnudaginn 9.desember s.l. Breiðablik sendi þrjár sveitir með iðkendum frá fyrstu bekkjum grunnskóla upp í þá efstu.
Í fyrstu umferð tefldu A og B sveitin saman og endaði sú viðureign með sigri þeirrar fyrr nefndu 3,5 – 0,5. Í annari umferð var komið að viðureign við A-sveit Taflfélags Reykjavíkur sem er búin að vera samfelldur Íslandsmeistari í mörg ár þar til sú sigurganga var stöðvuð í fyrra. Það er skemmst frá því að segja að A-sveit Breiðabliks vann stórsigur 3,5 – 0,5 og kom sér í ansi góða stöðu. Það sem eftir lifði móts gaf síðan A-sveit Breiðabliks engan grið og vann allar viðureignir í umferðum 3-7 með hreinu borði.
Lokastaðan:
- Skákdeild Breiðabliks A-sveit 27 af 28 mögulegum vinningum
- Taflfélag Reykjavíkur A-sveit 20,5 vinninga
- Skákfélagið Huginn A-sveit 19,5 vinninga
- Skákdeild Breiðabliks B-sveit 17 vinninga
B-sveit Breiðabliks varð Íslandsmeistari B-sveita og eðlilega unnu meðlimir A-sveitarinnar öll borðaverðlaunin.
A-sveit Breiðabliks
1.borð: Vignir Vatnar Stefánsson
2.borð: Stephan Briem
3.borð: Benedikt Briem
4.borð: Gunnar Erik Guðmundsson
B-sveit Breiðabliks
1.borð: Örn Alexandersson
2.borð: Ísak Orri Karlsson
3.borð: Tómas Möller
4.borð: Guðrún Fanney Briem
C-sveitin sem skipuð var iðkendum á aldrinum 5-9 ára stóð sig mjög vel og lenti í 10.sæti með 12,5 vinninga.
Liðstjórar voru Birkir Karl Sigurðsson og Kristófer Gautason.
Skákdeildin vill þakka þjálfurum sínum fyrir gott starf í vetur sem og undanfarin ár.