Breiðablik hefur samið við Danni Williams um að leika með liðinu það sem eftir lifir keppnistímabilsins. Félagið hefur sagt upp samningi sínum við Violet Morrow og þakkar henni fyrir þann tíma sem hún lék fyrir Breiðablik en ljóst var að liðið þurfti leikmann sem gat tekið meira af skarið í sókn.
Danni kemur frá Texas og lék hún þrjú ár með Texas A&M sem er eitt af sterkustu liðunum í ameríska háskólaboltanum. Danni útskrifaðist á þremur árum og færði sig svo yfir í The University of Austin Texas og lék eitt ár með Texas Longhorns.
Danni var með 14,2 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá A&M og 11 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar að meðatali í leik með Longhorns.
Danni er skráð 178 cm á hæð og leikur í stöðu bakvarðar og spilaði í Puerto Rico síðasta sumar og varð meistari með liði sínu þar. Danni er öflugur sóknarmaður og ætti að geta hjálpað Blikum í sóknarleiknum.
Við Bjóðum Danni hjartanlega velkomna í Breiðablik.