Þær Irma Gunnarsdóttir og Birna Kristín Kristjánsdóttir hafa náð ströngum lágmörkum sem þurfti til að komast í Stórmótahóp Frjálsíþróttasambands Íslands 16-22 ára.
Irma hefur náð tilskildum árangi í sjöþraut sem hefur verið hennar aðalgrein fram til þessa. Irma hefur verið okkar fremsta frjálsíþróttakona undanfarin ár og á marga titla að baki. Sökum þrálátra meiðsla í baki ætlar hún að hvíla sig á þrautinni en þess í stað að einbeita sér að þrístökki þar sem hún hefur nú þegar náð góðum árangri.
Birna Kristín Kristjánsdóttir er aðeins 17 ára og hefur hún verið í hópnum frá því hún hafði aldur til. Aðalgrein hennar er langstökk og hefur hún náð lágmörkum og keppt á stórmótum eins og HM, EM, Evrópsku Ólympíukeppni Æskunnar og NM Unglinga auk þess að taka þátt í verkefnum með Landsliði fullorðinna.
Birna Kristín er stigahæsti frjálsíþróttamaður okkar í dag skv. töflu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins.
Við óskum þeim góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru.