Kæru foreldrar/forráðamenn

Þetta eru skrýtnir tímar sem við stöndum frammi fyrir núna og ljóst að samkomubannið hefur töluverð áhrif á starfsemi íþróttafélaganna í landinu sem og aðra hópa!
Nú þegar hafa nokkur sérsambönd frestað öllum viðburðum sem voru fyrirhugaðir næstu vikurnar og einnig hefur mótahaldi verið frestað.

Með samkomubanninu sem tekur gildi aðfaranótt mánudagsins 16. mars ber öllum að fara eftir 4.gr auglýsingar um takmörkun á skólastarfi vegna farsótta. Þar kveður á um: – Ekki fleiri en 20 manns séu í sama rými og iðkendur blandist ekki milli hópa. – Skipuleggja skal æfingar/fundi/viðburði á þann hátt að tveir metrar séu á milli einstaklinga.
Til að skipuleggja framhaldið hefur Breiðablik ákveðið að hafa starfsdag mánudaginn 16. mars til að ráða ráðum sínum og skipuleggja næstu vikurnar með forsvarsmönnum deilda og falla því allar æfingar niður hjá félaginu þann dag.

Þá eru í vinnslu leiðbeiningar varðandi samkomubannið og hvaða áhrif það mun hafa á starfsemi íþróttafélaga og starfsemi í íþróttamannvirkjum. Við munum upplýsa ykkur um stöðu mála um leið og þær liggja fyrir.

Við sendum frekari upplýsingar út á mánudaginn.

F.h. Breiðabliks

Eysteinn Pétur Lárusson

Framkvæmdastjóri