Síðastliðna helgi fóru fram Silfurleikar ÍR í frjálsum. Mótið er ætlað iðkendum á aldrinum 6-17 ára og er haldið til minningar um silfurverðlaun Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á ólympíuleikunum í Melbourne 1956.

Mikil vöxtur hefur verið í Frjálsíþróttadeild Breiðabliks undanfarið og á Silfurleikunum voru 70 keppendur Breiðabliks skráðir til leiks. Keppendur Breiðabliks náðu góðum árangri og voru félaginu sínu til sóma innan vallar sem utan.