Knattspyrnudeild Breiðabliks auglýsir eftir dómarastjóra fyrir yngri flokka deildarinnar

Hlutverk og ábyrgð dómarastjóra er að sjá um að útvega og raða niður dómurum á heimaleiki yngri flokka knattspyrnudeildar.

Dómarastjóri þarf að vera í góðum samskiptum við þá öflugu dómara sem eru þegar hjá félaginu og vinna markvisst að því að fjölga í þeim hópi.

Einnig að halda fræðslufundi fyrir dómara félagsins í byrjun keppnistímabils og hafa umsjón með dómaranámskeiðum fyrir leikmenn yngri flokka í samvinnu við KSÍ.

Hæfniskröfur
* Reynsla af dómgæslu
* Skipulagshæfileikar, geta til að byggja upp og bæta starfið í heild sinni
* Sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður fyrir starfinu
* Hæfni í mannlegum samskiptum, samviskusemi og jákvæðni
* Góð laun í boði

Um er að ræða hlutastarf.

Umsóknarfrestur er til 6 .desember 2019.

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið: sigurdur@breidablik.is

Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knd. Breiðabliks